Frontpage
Daily news from Iceland
Articles: 78369
19 Apr 2022, 12:39
Domestic
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segjast vilja tryggja að allt verði upp á borðum í tengslum við 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað gagnrýni einhverjir hennar flokksmenn hvernig tókst til en ríkisstjórnin riði þó ekki til falls.
19 Apr 2022, 12:22
News
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum. Hjúkrunarfræðingur sem þar starfaði var grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana og sætti gæsluvarðhaldi um tíma.
19 Apr 2022, 12:20
Leikarinn Johnny Depp mun í dag bera vitni fyrir dómara í meiðyrðamáli sínu gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Sýnt verður beint frá vitnaleiðslunum á CourtTV, en réttarhöldin fara fram í Fairfax í Virginíuríki í Bandaríkjunum.
19 Apr 2022, 12:12
Sport
Stórmótið Masters Reykjavík hefur verið í fullu fjöri yfir páskana og með því iðar Laugardalshöllin af lífi.
19 Apr 2022, 12:00
Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge og fótboltamaðurinn Theódór Elmar Bjarnason eru búin að gefa dóttur sinni nafn.
Handball
Karen Knútsdóttir, landsliðskonan þaulreynda í handknattleik, segir íslenska kvennalandsliðið áfjáð í að selja sig dýrt gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2022 annað kvöld og að hún vonist eftir fullu húsi á Ásvöllum í síðasta heimaleik liðsins í keppninni.
Mjög tilfinningaþrungið og fallegt lag.
19 Apr 2022, 11:55
„Framfarir í læknisfræði og erfðavísindum hafa aldrei verið jafn hraðar og nú. Af því leiðir að heilbrigðisþjónusta breytist mikið á næstu árum,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítalanum og klínískur erfðafræðingur við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum.
19 Apr 2022, 11:51
Stjórnvöld í Rússlandi neituðu í dag að svara spurningum um manntjón sem varð þegar rússneska flugskeytaskipið Moskva sökk í síðustu viku.
19 Apr 2022, 11:39
Yfirmaður japanskrar skyndibitakeðju hefur verið rekinn eftir að hann stakk upp á nýrri markaðsherferð til þess að gera „hreinar meyjar“ háðar vörum fyrirtækisins.
19 Apr 2022, 11:30
Soccer
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo mun ekki taka þátt í leik Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld vegna barnsmissis hans og Georginu Rodríguez eiginkonu hans.
19 Apr 2022, 11:02
Seismic activity appears to be subsiding on the Reykjanes peninsula, Southwest Iceland, mbl.is reports. Still, the Icelandic Met Office keeps monitoring the area closely.
19 Apr 2022, 11:00
Celebritry
Af Instagram að dæma nutu helstu stjörnur Íslands páskanna í botn. Vel er skiljanlegt að bílastæðin í Keflavík hafi fyllst fyrir páskana því önnur hver manneskja virðist hafa skellt sér til útlanda yfir hátíðirnar. Smartland tók saman það helsta af Instagram.
Allar skerðingar til raforkukaupenda hafa nú verið afnumdar, þar sem vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fari hratt batnandi.
19 Apr 2022, 10:46
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir fjármálaráðuneytið ráðast á verkfallslausa stétt með kröfum sínum hvað varðar kjarasamninga flugmanna Landhelgisgæslunnar. Samningarnir hafa verið lausir frá 31. desember árið 2019 og samningaviðræðurnar hafa gengið illa.
19 Apr 2022, 10:34
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
19 Apr 2022, 10:26
Það eru eflaust margir á blístri eftir súkkulaði- og alls kyns át yfir páskahátíðina. Þá er tilvalið að nýta afganga, sporna við matarsóun og nota afgangana í rétti vikunnar.
19 Apr 2022, 10:15
Harry og Meghan hittu Elísabetu drottningu í síðustu viku.
19 Apr 2022, 10:12
Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er verulega ósátt við að íslenska kvennalandsliðið komi til með að spila á jafn smáum velli og akademíuvöllur Manchester City er á EM 2022 á Englandi í sumar.
19 Apr 2022, 10:10
Streymisveitan Netflix tilkynnti nýlega um áform sín um að þróa nýja teiknimyndaröð og farsímaleik byggt á vinsælu borðspili, Exploding Kittens eða Springandi Kettir.
19 Apr 2022, 10:06
International
Að minnsta kosti sex létu lífið og ellefu eru særðir eftir tvær sprengingar í drengjaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag.
19 Apr 2022, 10:00
„Ég hef aldrei, aldrei á mínum ferli haft aðra eins messusókn,“ segir Jóna Hrönn.
19 Apr 2022, 09:57
Thirty-four Icelandic fishing associations and environmental associations issued a statement earlier this month, appealing to the Norðurþing municipality, Northeast Iceland, to cancel all plans for open net pen fish farming near Raufarhöfn.
19 Apr 2022, 09:37
Business
Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing, hugbúnaðarfyrirtækis sem sérhæfir sig í lausnum fyrir miðasölu, CRM og markaðslausnum fyrir menningargeirann.
19 Apr 2022, 09:35
Basketball
Bandaríska körfuknattleikskonan Keira Robinson og körfuknattleiksdeild Hauka hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með kvennaliðinu næstu tvö tímabil.
19 Apr 2022, 09:20
Ef þú ert núna á Tenerife eða á leiðinni þangað bíddu með minigolfið, skoðunarferðirnar og grísaveisluna. Núna er besti tíminn fyrir túnfiskveiðar. Silli kokkur og Elsa Blöndal, kona hans slógust um páskana við 400 kílóa túnfisk.
19 Apr 2022, 09:17
Rússar hafa ítrekað kröfur sínar um að úkraínskar hersveitir í hafnarborginni Maríupol leggi tafarlaust niður vopn og hætti „heimskulegri mótspyrnu“ sinni í borginni, sem er umsetin af Rússum. Þá hafa Rússar sett fram nýja afarkosti.
19 Apr 2022, 09:14
Hassan Jalloh, knattspyrnumaður frá Ástralíu, er genginn til liðs við HK sem leikur í 1. deild karla í ár eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni síðasta haust.
19 Apr 2022, 09:10
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir því sænska á Ásvöllum annað kvöld í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2022. Aðgangur er ókeypis á leikinn í boði Icelandair, eins styrktaraðila Handknattleikssambands Íslands, HSÍ.
19 Apr 2022, 09:06
Andrésarleikarnir verða settir í kvöld, í fyrsta sinn síðan árið 2019. Í tvígang hefur leikunum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
19 Apr 2022, 09:00
Travel
„Sumarbæklingurinn kom út á sama degi hjá öllum ferðaskrifstofunum. Þá var eins og 17. júní í miðbæ Reykjavíkur, opið hjá öllum ferðaskrifstofunum. Fólk fór í betri fötin og heimsótti allar skrifstofurnar og fékk veitingar og nýjan bækling. Þetta voru skemmtilegir dagar,“ rifjar Ásdís upp.
19 Apr 2022, 08:54
Í tölvupósti sem starfsmenn Eflingar fengu í gær er listi af spurningum og svörum varðandi skipulagsbreytingar á skrifstofum félagsins. Þar kemur meðal annars fram að lækkun launakostnaðar muni til lengdar spara Eflingu allt að 120 milljónir króna á...